Hlaðvarpið

Gulli Aðalsteinsson Cirkus

Informações:

Sinopsis

Gestur minn í þessum þætti er Guðlaugur (Gulli) Aðalsteinsson hjá Cirkus. Við fórum um víðan völl í viðtalinu allt frá hænsnabúum að ÍMARK. Gulli hefur stússað ýmislegt í gegnum tíðina. Hann er alinn upp á hænsnabúi fyrstu ár ævinnar hjá mjög hugmyndaríkum foreldrum, hann hefur alltaf verið að teikna og eitthvað í tónlist, fór í nám í Bournemouth eftir að hafa valið skóla út frá töff brimbrettakappa. Hann hefur unnið á fjölmörgum auglýsingastofum og viðskiptavinir hafa fylgt honum á milli stofa. Hann stofnaði Cirkus ásamt þeim Hauki Viðari Alfreðssyni og Jens Nørgaard-Offersen árið 2020 Það voru settar þrjár reglur þegar Cirkus var stofnuð 1. Ætla ekki að vinna yfirvinnu 2. Taka ekki þátt í pitchum 3. Eftir hádegi á föstudögum eru alltaf frímínútur Þú getur heyrt meira um þessar reglur og önnur Cirkus-trix í spjallinu okkar.